Bakaðir tómatar
Undirbúningur: 5 mínútur
Eldunartími: 25-30 mínútur.
Tómatar eru vinsælir í matarræði Miðjarðarhafsbúa og undirstaða margra uppskrifta sem þaðan koma. Þessi auðvelda og fljótlega uppskrift dregur fram náttúrulegt bragð tómatanna. Uppskriftin er einföld en gómsæt og gefa hvítlaukurinn og kryddjurtirnar eintaklega gott bragð. Veljið bragðmikla bufftómata og fáið það allra besta út úr þeim.
Innihaldsefni
40 g Bertolli
4 msk fínt söxuð fersk basilíka eða steinselja
1 hvítlauksgeiri, marinn
4 bufftómatar eða aðrir stórir tómatar
Salat og ítalskt brauð, til að bera fram
Sjávarsalt og svartur pipar
Aðferð
Forhitið ofninn í 220°C eða 200°C með blæstri
Blandið Bertolli viðbiti saman við steinselju/basilíku og hvítlauk
Skerið tómatana í tvennt og skerið nokkra þunna skurði með beittum hníf í yfirborðið/sárið. Dreifið Bertolli blöndunni yfir skornu hliðarnar og raðið tómötunum á bökunarplötu. Kryddið með salti og pipar.
Bakið í forhituðum ofni í 10-15 mínútur þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir, en látið þá ekki falla.
Berið fram með salati og ítölsku brauði, t.d. foccaccia eða ólífubrauði.