Center karamellufylltar súkkulaðibita smákökur

Center karamellufylltar súkkulaðibita smákökur

Innihald:

 • 2,5 dl púðursykur
 • 1  dl sykur
 • 230 g smjör við stofuhita
 • 2 stór egg
 • 6 dl hveiti
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 2 tsk vanilludropar
 • 150 g súkkulaðibitar
 • 2 pakkar af Center karamellufylltu súkkulaði

 

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 165°C
 2. Byrjið á því að hræra saman sykur og smjör þangað til blandan verður létt og loftmikil.
 3. Setjið eggin út blönduna, eitt í einu.
 4. Setjið hveiti, matarsóda og salt út í og blandið varlega saman.
 5. Bætið vanilludropunum saman við ásamt súkkulaðibitunum og blandið saman varlega með sleikju.
 6. Útbúið kúlu úr deiginu og fletjið það svo út í lófanum, setjið eitt Center karamellufyllt súkkulaði og lokið svo súkkulaðið inn (smá mynd). Fletjið kökuna svolítið út og setjið á smjörpappír. Bakið inn í ofni í um það bil 15 mín eða þegar kökurnar eru örlítið byrjaðar að brúnast. Passið samt að baka þær ekki of mikið því þær eru bestar þegar þær haldast aðeins mjúkar eftir að þær hafa kólnað.

Uppskriftin var fengin af:

www.lindaben.is

NÝJUSTU UPPSKRIFTIRNAR
Risalamande eftirrétturDásamleg hafra brownie