Fljótleg og holl súrdeigs pizza
Uppskriftin var fengin af:
www.lindaben.is
Fljótleg og holl súrdeigs pizza
Innihald:
- 1 botn af Leksands hrökkbrauðs pizzubotni
- 3 msk rjómaostur
- 3 msk pizzasósa
- u.þ.b. 4 lúkur rifinn ostur (notaðu eins mikið og þér finnst gott)
- 2 sneiðar skinka skorin í bita
- 9-10 pepperóní
- 2-3 sveppir
- 15-20 svartar ólífur
- u.þ.b. 1 msk rjómaostur, dreift yfir pizzuna
- Svartur pipar
- Oreganó
- Hvítlauksolía (2-3 hvítlauksrif pressuð í 1 dl ólífu olíu)
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 215ºC
- Smyrjið rjómaostinum yfir allan botninn, smyrjið pizzasósunni yfir.
- Dreifið ostinum jafnt yfir og raðið svo álegginu yfir.
- Kryddið með svörtum pipar og oreganó.
- Bakið í 10-15 mín eða þangað til osturinn er byrjaður að dökkna. Þegar ég er að flýta mér extra mikið þá baka ég pizzuna í 10 mín og læt hana vera í nokkrar sek á grillinu en þá þarf að horfa stöðugt á pizzuna í ofninum.
- Dreifið hvítlauksolíu yfir hverja sneið fyrir sig eftir smekk.

NÝJUSTU UPPSKRIFTIRNAR