Pasta með beikoni og sveppum
2 pakkar Pastella Fettucine naturel 250 g
300 g beikon í skífum, t.d. back beikon
500 g hreinsaðir sveppir, t.d. champignon, kantarellusveppir eða ostrusveppir. ½-1 sl söxuð steinselja
Ólífuolía
Salt og pipar
Steikið beikonið þar til það er orðið stökkt og geymið á pappír sem sýkur úr því fituna. Steikið sveppina í ólífuolíu við miðlungshita í u.þ.b. 5 mínútur, eða þar til vatnið er farið. Kryddið með salti og pipar. Deilið beikoni í minni bita. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og síið vatnið frá. Blandið pasta, beikoni, sveppum og steinselju saman og berið fram.
NÝJUSTU UPPSKRIFTIRNAR