Risalamande eftirréttur

Uppskriftin var fengin af:

www.lindaben.is

Risalamande eftirréttur

Innihald:

  • 2 dl stutt hvít hrísgrjón
  • 1 í  dl vatn
  • 800 ml mjólk
  • 2 vanillustangir
  • 100 g möndluflögur
  • 2 msk sykur
  • 500 ml rjómi
  • 100 g hágæða súkkulaði
  • 1,5 krukka kirsuberjasósa frá Den Gamle Fabrik

Aðferð:

  1. Setjið 2 dl af hrísgrjónum í frekar stóran pott og sjóðið upp úr vatni í um það bil 2 mín.
  2. Fræhreinsið vanillustangirnar með því að skera þær þvert og skafa innan úr þeim með hnífnum.
  3. Hellið 250 ml af mjólkinni í einu og sjóðið við vægan hita með lokið á pottinum, hrærið mjög reglulega með sleif eða sleikju.
  4. Setjið vanillufræin út í grautinn.
  5. Endurtakið skref nr. 3 þangað til mjólkin er búin og grjónin eru soðin í gegn.
  6. Látið grautinn kólna vel (hægt að gera grautinn daginn áður og geyma inn í ísskáp yfir nótt).
  7. Þeytið rjóma og blandið honum saman við grautinn ásamt sykrinum, möndluflögunum og söxuðu súkkulaði.
  8. Setjið grautinn í falleg glös á fæti eða skálar og setjið 2 msk af kirsuberjasósu yfir.
NÝJUSTU UPPSKRIFTIRNAR