Afmælisdraumur

Botnar:
225 g smjör
225 g sykur
4 stór egg
225 g hveiti
2 tsk lyftiduft
Rifinn sítrónubörkur af 1 sítrónu
Jarðaberjasulta frá Den Gamle Fabrik eftir smekk

Súkkulaðimús:
125 g suðusúkkulaði
1 dl gerilsneyddar eggjarauður
100 g sykur
1 ½ dl gerilsneyddar eggjahvítur
Til skrauts:
½ l þeyttur rjómi
Fersk ber, til dæmis hindber, jarðarber, sólber og/eða brómber

Aðferð:
Botnar: Þeytið egg og sykur létt og ljóst – bætið eggjunum í einu í einu. Blandið saman hveiti, lyftidufti og sítrónuberki í annarri skál og blandið því svo varlega saman við eggjablönduna. Skiptið deiginu í 2 vel smurð springform og bakið við 170°C í ca 15 mínútur eða þar til botnarnir eru gullinbrúnir. Látið botnana kólna alveg áður en lengra er haldið.
Súkkulaðimús: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið saman eggjarauður og sykur. Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið súkkulaðinu út í eggjarauðurnar og sykurinn, og blandið að lokum stífþeyttum eggjahvítum varlega saman við.
Setjið annan botninn aftur í hátt springform og smyrjið með jarðarberjasultu. Dreifið súkkulaðimúsinni yfir og leyfið að standa svo músin stífni aðeins. Látið þá hinn botninn varlega ofan á og setjið í ísskáp í amk 1-2 klukkustundir.
Þegar bera á kökuna fram er hún tekin úr forminu, sett á kökudisk og skreytt með þeyttum rjóma og ferskum berjum.

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter