Amerískar pönnukökur með bláberjasultu
275 gr hveiti
5 dl mjólk
2 egg
2 msk sykur
Salt á hnífsoddi
1,5 tsk lyftiduft
50 g smjör
1 tsk vanilludropar
Sýrður rjómi
Bláberjasulta frá Den Gamle Fabrik
Aðferð:
Hrærið hveiti, salti, sykri, lyftidufti og mjólk vel saman. Setjið vanilludropana út í. Hrærið eggjunum saman við. Bræðið smá smjör á pönnu og steikið pönnukökurnar í 2 mínútur á hvorri hlið.
Berið pönnukökurnar fram með sýrðum rjóma og bláberjasultu
Nýjustu uppskriftirnar