Bakaður brie með kashew hnetum og fíkjum

Uppskriftin var fengin af:

www.lindaben.is

Innihald:

 • 1 brie
 • 1,5 msk fíkju sulta
 • 1 dl þurr ristaðar kasjúhnetur frá Nutisal
 • 4 þurrkaðar fíkjur, skornar í sneiðar
 • ½ dl þurrkuð trönuber
 • Baguette eða kex

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
 2. Setjið ostinn á ofnheldan disk eða fat. Setjið sultuna yfir ostinn og smyjið henni örlítið yfir hann, á samt að vera frekar þykkt lag ofan á.
 3. Skerið niður fíkjurnar, trönuberin og blandið saman við kasjúhneturnar, hellið blöndunni yfir ostinn
 4. Bakið ostinn inn í ofni í 20 mín eða þangað til osturinn gefur vel eftir ef komið er við hann.
 5. Berið fram með ristuðu baguette eða kexi.

 

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter