Blaut bollakaka á mínútu
Uppskriftin var fengin af:
www.gotteri.is
Þessi uppskrift gefur tvo bolla af dásamlegri blautri súkkulaðiköku
Innihald:
- 60 gr smjör
- 80 gr suðusúkkulaði
- 40 gr sykur
- 1 egg
- 40 ml mjólk
- 40 gr hveiti
Aðferð:
- Bræðið saman smjör og suðusúkkulaði í litlum skaftpotti eða í örbylgjuofni.
- Hrærið sykurinn og eggið saman við með písk eða gaffli þar til vel blandað.
- Því næst fer mjólkin saman við og að lokum hveitið, hrærið vel þar til kekkjalaust.
- Spreyið tvo bolla með matarolíuspreyi, skiptið deiginu niður og hitið einn bolla í einu í örbylgjuofninum á hæstu stillingu í 1 mínútu og 10 sekúndur.
Ég prófaði nokkrar tilraunir með mismunandi tíma og kökur sem voru 1 mín og 20-30 sek voru líka dásamlegar, mér fannst bara gott að hafa þessa í blautari kantinum. Örbylgjuofnar eru þó misjafnir í styrk svo prófið endilega einn bolla og aukið eða minnkið tímann með seinni bollann ef þið viljið meira eða minna bakaða köku. Kælið kökuna í um 5 mínútur og berið fram með ískúlu og heitri karamellusósu (sjá uppskrift hér að neðan), segir Berglind Hreiðarsdóttir, eigandi www.gotteri.is
Heit karamellusósa
Innihald:
- 400 ml rjómi
- 2 msk sykur
- Hindber til skrauts
- Lakrits FIKA með kaffe (um ½ dós)
Aðferð:
- Þeytið rjómann með sykrinum þar til hann er stífþeyttur.
- Setjið í sprautupoka og sprautið ríkulega af rjóma á hverja köku.
- Skreytið með hindberjum og lakrits FIKA með kaffe og „drisslið“ síðan lakkríssósu yfir allt (sjá uppskrift hér að neðan).
Lakkríssósa
Innihald:
- 2 karamellur með sjávarsalti frá Konnerup & Co
- 2 tsk rjómi
Aðferð:
- Hitið karamellur og rjóma saman í potti við meðalháan hita þar til þykk sósa hefur myndast, bætið örlítið meira af rjóma saman við ef þið viljið þynnri sósu.

Nýjustu uppskriftirnar