Brownies

INNIHALD:

 

  • 300g súkkulaði
  • 4 egg
  • 210g sykur
  • 250g Bertolli
  • 70g hveiti
  • 70g kakó

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði og Bertolli saman yfir vatnsbaði.
  2. Eggin og sykurinn er stífþeytt saman og súkkulaðiblöndunni hrært saman við.
  3. Hveiti og kakó er svo sigtað saman við í lokin. Gætið þess að hræra ekki of mikið eftir að hveitið er komið í deigið, annars verður kakan seig.Bakið við 180°c í ca. 25 mínútur.Hægt er að krydda upp á uppskriftina með því að bæta 6cl (60ml) af líkjör í deigið t.d. Bailey’s, Amaretto eða piparmyntulíkjör.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Bearnais sósaButter Chicken uppskrift