Burger – Hrökk bröns

Marinerið tómatsneiðarnar í ólífuolíu, svörtum pipar og garðablóðbergi. Sjóðið vatn og bætið edik út í. Skerið ostinn í sneiðar og leggið ofan á Burger Delicacy hrökkbrauð. Raðið tómatsneiðunum ofan á.
Brjótið egg í ausu og setjið ausuna til hálfs ofan í sjóðandi vatnið. Hvolfið ausunni og egginu varlega ofan í. Sjóðið þar til hvítan er elduð en rauðan rennandi. Veiðið eggið upp úr og leggið á tómatana.
Veltið klettasalati upp úr ólífuolíu og setjið ofan á. Sáldrið svörtum pipar og flögusalti yfir.

4 tómatsneiðar
1 l vatn
3 msk hvítvínsedik
1 egg
Camenbert ostur (eða svipaður ostur að eigin vali)
Klettasalat
Garðablóðberg
Salt og pipar
Ólífuolía

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Burger hrökk sushi