Butter Chicken

INNIHALD:

 

 • 800g kjúklingalæri
 • 2 msk chilliduft  eða paprikuduft
 • 3 stk hvítlauksrif, röspuð
 • 80g ferskt rifið engifer
 • 1 laukur
 • 100g Bertolli
 • Salt eftir smekk
 • Garam masala eftir smekk
 • 200g hrein Jógúrt
 • Kókosmjólk eða -rjómi (má sleppa)

Aðferð:

 1. Blandið chillidufti, engifer og hvítlauk saman við jógúrtið í skál og leyfið kjúklingnum að marinerast í blöndunni í u.þ.b. 20 mínútur.
 2. Hitið pönnu og steikið kjúklinginn, hann er svo látinn til hliðar.
 3. Næst er laukurinn smátt skorinn og steiktur á pönnunni, Bertolli er þá bætt út á pönnuna og marineringunni af kjúklingnum einnig.
 4. Kjúklingurinn er settur aftur út í sósuna og látið malla á vægum hita í u.þ.b. 10 mínútur.
 5. Garam masala og salti er síðan bætt við eftir smekk.
 6. Bætið kókosrjóma við í lokin ef þið kjósið.

Borið fram með hrísgrjónum og naanbrauði, skreytt með niðurskornum ferskum kóríander.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Bertolli í baksturinnbertolli í pastasósuna