Center súkkulaði- og karamellubrownies með súkkulaðirjóma

Uppskriftin var fengin af:

www.gotteri.is

Innihald:

 • 225 gr smjör við stofuhita
 • 260 gr sykur
 • 3 egg
 • 3 tsk vanilludropar
 • 270 gr suðusúkkulaði (brætt)
 • ½ tsk salt
 • 2 msk bökunarkakó
 • 160 gr hveiti
 • 3 msk volgt vatn
 • 3 x Center (3 x 78gr) skorin til helminga

 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn 175°C.
 2. Klæðið skúffukökuform ( ca 30 x 40 cm) með bökunarpappír og geymið.
 3. Skerið Center súkkulaðið til helminga og geymið.
 4. Þeytið saman sykur og smjör.
 5. Bætið eggjum saman við einu í einu og skafið niður á milli, því næst vanilludropunum og bræddu súkkulaðinu.
 6. Þurrefnin koma þar á eftir og volgt vatnið.
 7. Setjið ½ af deiginu í formið, stráið Center á milli og setjið svo restina af deiginu þar yfir.
 8. Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á (ekki blautu deigi).
 9. Kælið vel , lyftið upp úr forminu og skerið í bita.
 10. Berið fram með þeyttum súkkulaðirjóma.

 

Súkkulaðirjómi

 • 400 ml rjómi
 • 2 tsk Nesquik kakó

Þeytt saman og borið fram með kökunni.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter