Crepes með vanilluís og eðalsultu með sólberjum og rommi

Uppskrift fyrir 4

4 egg
100 g brætt smjör
3 ½ dl mjólk
65 g hveiti
2 tsk sykur
½ tsk salt
50 g smjör til að steikja upp úr
200 g vanilluís
150 g eðalsulta með sólberjum og rommi frá Den Gamle Fabrik
Fersk mynta

 

Aðferð:

Þeytið egg í skál með bráðnu smjöri. Setjið mjólk út í og hrærið. Blandið hveiti, sykri og salti í eggjablönduna. Hrærið vel og látið standa í kæliskáp í 30 mínútur. Steikið crepes úr smjöri á pönnu við miðlungshita.

Berið fram með vanilluís og eðalsultu. Skreytið með ferskri myntu.

 

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter