Dásamleg hafra brownie
Uppskriftin var fengin af:
www.lindaben.is
Dásamleg hafra brownie
Innihald:
- 120 g smjör
- ¾ dl sykur
- ¾ dl sýróp
- 1 tsk vanilludropar
- ¼ tsk sjávarsalt
- 140 g hveiti
- ½ tsk matarsódi
- ½ tsk lyftiduft
- 2 dl kakó og hindberja Paulúns Múslí
- 100 g súkkulaði
Aðferð:
- Stillið ofninn á 160ºC.
- Þeytið smjörið í hrærivél þangað til það er létt og loftmikið, bætið sykrinum og sýrópinu saman við, þeytið saman.
- Bætið við vanilludropum og salti, þeytið saman við.
- Bætið út í hveiti, matarsóda og lyftidufti, blandið saman.
- Bætið út í múslíi og hrærið saman.
- Skerið niður súkkulaðið nokkuð fínt niður og blandið saman við.
- Setjið smjörpappír í 18 cm kökuform (eða álíka stórt) og hellið deiginu í formið. Ástæðan fyrir því að ég nota smjörpappír er að mér fannst það fallegt og henta fyrir myndatökuna, ef þið viljið ekki hafa smjörpappír þá endilega smyrjiði formið á hefbundinn hátt og hellið deiginu í formið.
- Bakið í um það bil 35 mín eða þangað til kakan er orðin þétt í gegn.
- Berið fram volga með rjóma.
Nýjustu uppskriftirnar