Djúsí grænmetis lasagne með sveppum, spínati og nóg af osti

Uppskriftin var fengin af:

www.lindaben.is

Við borðum orðið mjög mikið af grænmetisréttum á mínu heimili. Það er almennt hollara að borða grænmetisfæði því maður neiðist ósjálfrátt til þess að borða meira af grænmeti og öðru hollu góðgæti.

Pastella fersku pasta vörurnar hafa verið í uppáhaldi hjá mér í fjölda mörg ár. Pastað frá Pastella er virkilega bragðgott og úr bestu fáanlegum hráefnum. Vegna þess að pastað er ferskt en ekki þurrkað tekur það miklu styttri tíma að elda það sem er sérstaklega mikill kostur þegar maður eldar lasagna.

Það sem gerir þetta lasagna einstaklega djúsí er að það er bæði kotasæla og rifinn mosarella í hverju einasta lagi, það er því eiginlega alveg löðrandi í osti ef satt best að segja.

Segir Linda ben, eigandi matar- og lífstílsbloggsins www.lindaben.is.

Innihald:
 • Pastella fersk lasagna blöð
 • 500 g sveppir
 • 1 rauðlaukur
 • 1 msk ólífu olía
 • 70 g tómatpúrra
 • 450 ml einföld pastasósa
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 100 g spínat
 • 250 g kotasæla
 • Rifinn mosarella ostur (mjög gott að kaupa rúllu af mosarella og rífa hálfa niður)
 • 1 msk þurrkað oreganó
 • 1-2 tsk þurrkað basil
 • 1 tsk þurrkað timjan
 • ½ tsk þurrkað rautt chillí
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk pipar

 

Aðferð:
 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
 2. Skerið sveppina niður í bita, þannig að áferðin líkist grófu hakki. Steikið þá á þurri pönnu á meðal heitri pönnu og setjið klípu af salti yfir. Fljótlega byrjar vökvi að koma út úr sveppunum.
 3. Skerið rauðlaukinn smátt niður og setjið út á pönnuna með sveppunum ásamt ólífu olíu og steikið þar til vökvinn af sveppunum hefur gufað upp.
 4. Setjið því næst er tómatpúrru bætt á pönnuna, pastasósu og hökkuðum tómötum. Kryddið með oreganó, basil, timjan, chilli, salti og pipar. Steikið áfram á pönnunni í um það bil 10 mín eða þar til sósan er orðin þykk og kraftmikil.
 5. Setjið þunnt lag af sósu í botninn og setjið lasagna blöð yfir sósuna. Setjið 2-3 msk af kotasælu yfir, ásamt spínati og rifnum mosarella. Endurtakið þessi skref 2-3x og toppið með rifnum mosarella.
 6. Bakið inn í ofni í 20 mín. Leyfið lasagnanu að taka sig í 10 mín áður en það er skorið.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter