Döðlukúlur með Paulúns granóla

Paulúns döðlukúlur 

10-15 stykki

Innihald:

150 gr ferskar döðlur
80 gr möndlur
1-2 msk kaffi
1 msk kókosolía
1 msk kakó eða hrákakó
Örlítið sjávarsalt
1,5 dl Paulúns Granóla með kakó og hindberjum
0,5 dl Paulúns Granóla með kakó og hindberjum til að velta kúlunum upp úr
2 msk kókosflögur

Aðferð:

Steinhreinsið döðlurnar og setjið þær í matvinnsluvél ásamt möndlunum, maukið í stutta stund.
Bætið því næst kaffi, kókosolíu, kakói, sjávarsalti og granóla út í og blandið aftur.
Setjið kókosflögurnar og  0,5 dl granóla í mortél, myljið aðeins og veltið kúlunum upp úr blöndunni.
Kælið döðlukúlurnar áður en þær eru borðaðar.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Dásamleg hafra brownie