Dýrðlegt rjómapasta með beikon, skinku, sveppum og brokkóli

Þetta pasta er svo gott að það nánast hlýjar manni um hjartað og lætur manni líða vel með hverjum bita. Hér notaði ég ferskt pasta sem ég held að allt of fáir fatti að nota.

Segir María frá www.paz.is

pastella-skinka

Pastella pastað er ferskt og tekur ekki nema 3-4 mínútur í suðu. Málið með ferskt pasta er að það er ekki staðsett hjá hinu hefðbundna þurrkaða pasta heldur er það ávallt geymt í kæli.

Í þennan rétt notaði ég tortellini með skinkufyllingu en vá hvað það er gott. Hvert tortellini er risa stórt og fullt af fyllingu, dýrð í hverjum bita.

Hér er líka algjört möst að hafa hvítlauksbrauð og parmesan með að mínu mati því sú þrenna er nánast hin heilaga þrenning í mínum huga.

Þessi uppskrift er frekar stór en mjög einföld og gott er að hita hana upp daginn eftir ef það er afgangur þar að segja. Ef þú átt stóra fjölskyldu þá mun ekkert verða eftir.

Ég segi bara eins og Nigella, lífið getur verið flókið, matreiðsla þarf ekki að vera það

NIGELLA LAWSON

INNIHALD:

 • 1/2 dl ólífuolía
 • 15 gr smjör
 • 200-250 gr beikonstrimlar (svona kurl)
 • 200-250 gr skinkustrimlar (kurl líka)
 • 150 gr púrrulaukur
 • 1-2 stk  ramiro paprika rauð
 • 250 gr sveppir
 • 200 gr ferskt broccoli
 • 1/2-1 dós skinkumyrja
 • 1 piparostur
 • 4 dl rjómi (má líka vera matreiðslujómi eða nýmjólk)
 • 2 pakkar Pastella tortellini með skinku (fæst í kælinum í Bónus)
 • 1 tsk borðsalt
 • 1 tsk þurrkað timian (má sleppa)

Aðferð:

 1. Byrjið á að hita olíu og smjör á pönnu
 2. Skerið allt grænmeti niður í smátt og sveppina í skífur
 3. Setjið piparost í blandarann og tætið hann niður (upp á að bráðna fyrr í sósunni)
 4. Steikið svo fyrst púrrulauk þar til hann er mjúkur, passið að brenna hann né brúna bara sjóða svona meira
 5. Setjið næst sveppi og papriku út á og steikið vel saman (það kemur alveg soð og það er í lagi)
 6. Saltið og piprið (1 tsk borðsalt) og setjið þurrkað timian út í
 7. Þegar grænmetið er mýkt þá má setja skinku og beikon út á það og hækka smá hitann á eldavélinni, steikið í gegn og hrærið í svo grænmetið brenni ekki
 8. Setjið næst skinkumyrju og tætta piparostinn út í og látið það bráðna vel í grænmetinu og skinkunni í pottinum
 9. Bætið svo rjóma út á og látið suðu koma upp og setjið þá brokkolí út í. Leyfið að sjóða yfir vægum hita meðan næsta skref er gert
 10. Setjið nú vatn í annan pott og saltið mjög vel, nánast eins og sjóvatn
 11. Þegar suðan kemur upp er pastað sett út í og soðið í 3 mínútur
 12. Þegar pastað er til er vatninu hellt af og því blandað við rjómasósuna og hrært vel saman
 13. Berið fram með hvítlauksbrauði og parmesan osti
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Bearnais sósa