Fettuccine með ofnbökuðum camembert, basilíku og hlynsírópi

Uppskriftin var fengin af:

www.grgs.is

Haldið ykkur fast því hér kemur uppskrift af besta pastarétti sem þið hafið á ævinni bragðað. Lykillinn að þessum góða rétti er ferst pasta og hér notast ég við ferskt pasta frá Pastella sem notar einungis fyrsta flokks hráefni, en það tekur einungis nokkrar mínútur að sjóða. Svo erum við með ofnbakaðan camembert, ferska basilíku, ristaðar pekanhnetur og hlynsíróp. Nei sko – nei sko VÁH!
Segir Berglind, eigandi Gulur Rauður Grænn & Salt.

Innihald:

 • 500 g Fettucini, t.d. frá Pastella
 • 1 (250 g) camembert ostur
 • 4 hvítlauksrif
 • 5 blöð fersk basilíka
 • salt og pipar
 • extra virgin ólífuolía
 • parmesan, rifinn
 • 1 box kirsuberjatómatar
 • 150 g ferskt spínat
 • 100 g pekanhnetur, ristaðar

Aðferð:

 1. Takið ostinn úr kassanum og setjið í álpappír og vefjið honum lauslega um ostinn svo hann leki ekki um allt (sjá mynd að ofan). Skerið toppinn af ostinum.
 2. Skerið hvítlaukinn í sneiðar og þrýstið lítillega ofan í ostinn. Setjið basilíku yfir allt, piprið og hellið ólífuolíu yfir ostinn.
 3. Setjið í 180°c heitan ofn í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.  Á sama tíma skerið tómatana í tvenn, hellið ólífuolíu yfir tómatana, saltið og piprið og hitið í ofni með ostinum þar til osturinn er farinn að linast.
 4. Sjóðið pastað í saltvatni þar til það er orðið „al dente“.
 5. Setjið olíu á pönnu og léttsteikið spínatið.
 6. Takið camembertostinn og tómatana úr ofni þegar það er tilbúið. Látið tómatana og spínatið saman við pastað og stráið parmesan saman við. Kryddið með salti og pipar.
 7. Setjið pastað í skál, látið ostinn yfir pastað og berið fram með hlynsírópi og parmesan.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter