Fyllt pasta með mozzarella og tómati, borið fram með sveppum og beikoni

2 pakkar Pastella tortellini með tómat og mozzarella, 250 g

300 g beikon í sneiðum

500 g sveppir (t.d. venjulegir sveppir, kantarellusveppireða ostrusveppir)

½-1 dl söxuð steinselja

Ólífuolía

Salt og pipar

Steikið beikon þar til það er orðið stökkt og leggið svo til hliðar á fitudrægan pappír, t.d. eldhúspappír. Steikið sveppina í ólífuolíu við jafnan hita í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til vatnið er horfið. Kryddið meðsalti og pipar. Skerið beikonið í minni sneiðar. Sjóðið pasta eftir leiðbeininmgum á pakka. Takið vatnið frá pastanu og blandið svo pasta við beikon, sveppi og steinselju. Berið fram.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter