Grænmetis snitsel með baunabelgjum, gulrótum og fetaosti
Uppskriftin var fengin af:
www.lindaben.is
Við vorum með þetta grænmetis snitsel í kvöldmatinn um daginn þegar við vorum í rólegheitunum en vildum samt elda eitthvað afar einfalt. Þetta mun eflaust koma til með að vera einfaldasta uppskriftin á blogginu en það er líka nauðsynlegt og skemmtilegt að deila með sér ofur einföldu uppskriftunum.
Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil
Innihald:
- Anamma snitsel
- 3 gulrætur
- 200 g baunabelgir
- ólífu olía
- salt, pipar og chillí flögur
- feta ostur
Aðferð:
- Bakið snitselið inn í ofni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Skerið gulræturnar í strimla og setjið á pönnu með baunabelgjunum og ólífu olíu, kryddið. Steikið við meðal hita í 7-10 mín þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
- Setjið snitselið með á pönnuna, setjið fetaostinn yfir, með olíunni, leyfið honum að bráðna smá og setið svo á diska.
Við mælum líka með