Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil
Uppskriftin var fengin af:
www.lindaben.is
Þetta grænmetisbollu spagettí er með því einfaldara sem hægt er að smella saman í eldhúsinu, en bragðið er heldur ekkert slor!
Næstu fimm dagana ætlum við fjölskyldan að gera svolítið sem mig hefur alltaf langað til að gera, borða bara grænmetisfæði í kvöldmat!
Ég kynntist Anamma vörunum fyrir nokkru síðan og ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af þessum vörum. Ég stakk upp á því við Ragnar að það væri kannski gaman að prófa nokkra daga í röð þar sem við myndum ekki borða kjöt í kvöldmat, heldur Anamma, ég var alveg eins að búast við því að hann myndi segja nei enda ekki skritið að maður sem vinnur jafn mikla erfiðisvinnu og hann gerir langi í kjöt í kvöldmat. En hann var til, sem mér finnst segja mjög mikið um ágæti Anamma.
Næstu daga mun ég því bara elda grænmetisrétti í story á Instagram, sumir réttir meira að segja vegan en allir munu þeir eiga það sameiginlegt að vera afar einfaldir.
Eftir hvern dag set ég svo það sem ég elda í highlights á Instagram þar sem þið getið nálgast allar uppskriftirnar.
Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil
Innihald:
- 250 g spagettí
- ¼ laukur, smátt skorinn
- 5-7 sveppir
- 3 litlir hvítlauksgeirar eða 2 venjulegir
- 250 g kirsuberjatómatar
- 500 ml tilbúin pastasósa sem þér finnst best
- Oreganó
- Salt og pipar
- 1 poki VegoBullar frá Anamma
- Ferskt basil
Aðferð:
- Setjið vatn í pott og hitið að suðu, setjið salt og ólífu olíu í pottinn og svo spagettíið, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
- Skerið laukinn smátt og sveppina, steikið létt á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið svo frosnu bollunum á pönnuna og steikið áfram.
- Setjið sósuna á pönnuna, mér finnst gott að bæta við smá oreganó, salti og pipar. Bætið spagettíinu út á pönnuna og smá af pastavatni ef ykkur finnst vanta meiri sósu.
- Skreytið með fersku basil