Grænmetispasta með blómkáli, ratatouille, parmesan og steinselju
2 pakkar Pastella grænmetispasta með blómkáli
1 laukur, saxaður
1 msk ólífuolía
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 tsk ferskt tímjan
1 squash
½ eggaldin
1 paprika
1 dós hakkaðir tómatar
35 g tómatpúrra
1 lárviðarlauf
100 g parmesanostur
50 g söxuð steinselja
Skerið lauk, hvítlauk, tímjan, squash, eggaldin og papriku og steikið saman í ólífuolíu á sauté pönnu í u.þ.b. 5 mínútur. Bætið hökkuðum tómötum, 2 dl af vatni. Tómatpúrru, lárviðarlaufi og ferskum kryddjurtum út á pönnuna. Látið ratatouille standa í eina klukkustund við lágan hita, nema hitið undir seinustu 10 mínúturnar og leyfið þvíað krauma vel. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið Pastella grænmetispasta í léttsöltuðu vatni í eina mínútu. Berið pastað fram með ratatouille, rifnum parmesan og steinselju.