Grillaðar kjúklingabringur með aprikósugljáa
Uppskrift fyrir 4
4 kjúklingabringur
Olía til að pensla með
Gljái:
150 gr aprikósumarmelaði frá Den Gamle Fabrik
1 msk dijonsinnep
1 tsk hunang
1 fínsaxaðar möndlur
1 msk balsamikedik
Aðferð:
Penslið kjúklingabringurnar með olíu og grillið í um 4 mínútur á hvorri hlið. Blandið marmelaði, sinnepi, hunangi, möndlum og balsamikediki saman og penslið aðra hliðina. Snúið bringunum svo á pensluðu hliðina og grillið í 1-2 mínútur. Penslið svo hina hliðina með gljáanum og grillið aftur í 1-2 mínútur. Berið fram með salati og grófu brauði.
Verði ykkur að góðu!
Nýjustu uppskriftirnar