Gulrótarpasta bolognese
2 pakkar Pastella gulrótarpasta
1 msk sykur
50 g parmesanostur
1 msk ólífuolía
500 g ungnautahakk
150 g laukur
180 g rauð paprika
800 g hakkaðir tómatar
2,5 tsk þurrkað krydd: basilíka, óreganó og tímjan
Nýmalaður pipar
Fersk basilíka
Brúnið ungnautahakk í ólífuolíu, saxið lauk og papriku og bætið út á pönnuna. Steikið saman í u.þ.b. 2 mínútur. Bætið hökkuðum tómötum, kryddi, nýmöluðum pipar og sykur á pönnuna. Látið bolognese sósuna krauma á pönnunni í u.þ.b. 30 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Sjóðið Pastella gulrótarpasta í léttsöltuðu vatni í 1 mínútu. Berið pastað fram með bolognesesósu, rifnum parmesan og skreytið með ferskri basilíku.
Nýjustu uppskriftirnar