Hafravöfflur

Uppskrift fyrir 4

40 g haframjöl
80 g hveiti
1 ½ msk sykur
½ tsk salt
¼ tsk lyftiduft
1 tsk rifinn appelsínubörkur
½ vanillustöng
1 ¼ dl nýmjólk
2 egg
50 g brætt smjör

Bláberjasulta frá Den Gamle Fabrik
2 ½ dl rjómi

 

Aðferð:

Blandið haframjöli, hveiti, sykri, salt, lyftidufti, rifnum appelsínuberki og kornunum úr vanillustönginni í skál. Setjið mjólkina út í og hrærið. Bætið eggjunum út í einu og einu á meðan hrært er. Bætið að lokum 35 g af bræddu smjöri út í og setjið í kæli í 30 mínútur. Afgangurinn af smjörinu er notað til að smyrja vöfflujárnið. Bakið í vel heitu vöfflujárninu þar til vöfflurnar eru gullinbrúnar.

Berið fram með bláberjasultu frá Den Gamle Fabrik og þeyttum rjóma.

 

Verði ykkur að góðu!

Recent Posts

Start typing and press Enter to search