Hafravöfflur

Uppskrift fyrir 4

40 g haframjöl
80 g hveiti
1 ½ msk sykur
½ tsk salt
¼ tsk lyftiduft
1 tsk rifinn appelsínubörkur
½ vanillustöng
1 ¼ dl nýmjólk
2 egg
50 g brætt smjör

Bláberjasulta frá Den Gamle Fabrik
2 ½ dl rjómi

 

Aðferð:

Blandið haframjöli, hveiti, sykri, salt, lyftidufti, rifnum appelsínuberki og kornunum úr vanillustönginni í skál. Setjið mjólkina út í og hrærið. Bætið eggjunum út í einu og einu á meðan hrært er. Bætið að lokum 35 g af bræddu smjöri út í og setjið í kæli í 30 mínútur. Afgangurinn af smjörinu er notað til að smyrja vöfflujárnið. Bakið í vel heitu vöfflujárninu þar til vöfflurnar eru gullinbrúnar.

Berið fram með bláberjasultu frá Den Gamle Fabrik og þeyttum rjóma.

 

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter