Hamborgarar með fetaost mulningi og Boston Gurka Relish

Uppskriftin var fengin af:

www.lindaben.is

Hér muldi ég fetaost kubb út í hakkið áður en ég setti borgarana saman og setti svo boston gurka relish á borgarana. Útkoman var hreint út sagt stórkostleg, svo djúsí og bragðmikil!
Boston Gurka er blanda af fínt niðurskornum gúrkum, lauk, papriku og sinnepsfræjum. Þessi sósa er því að mínu mati kjörin á hamborgara. Felix gúrkurnar eru handtíndar af sérvöldum bændum í suður Svíþjóð. Felix leggur mikið upp úr því að velja aðeins hágæða hráefni sem bragðast stórkostlega og þannig ná þeir fram þessum bragðgóðu vörum. Felix leggur líka mikið upp úr því að vernda jörðina okkar með því að haga framleiðslunni á umhverfisvænan hátt sem lætur mér líða ennþá betur með því að kaupa vörurnar frá þeim. Segir Linda Ben, eigandi www.lindaben.is

Innihald:

 • 1 pakki nautahakk (um 500 g)
 • 1/3 fetaost kubbur (ekki í olíu)
 • Gott hamborgarakrydd
 • Boston Gurka Relish frá Felix
 • Majónes
 • Salat
 • 4 tómatar
 • 4 hamborgara brauð

Aðferð:

 1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
 2. Setjið nautahakkið í skál, brjótið fetaostinn ofan í hakkið ásamt um það bil 1 msk af hamborgarakryddi sem þér líkar best við. Blandið vel saman, skiptið svo í fjóra hluta og útbúið borgara í höndunum eða með hamborgara pressu.
 3. Skerið tómatana niður, skolið salatið og þerrið vel.
 4. Steikið hamborgarana á heitri steikarpönnu, um það bil 4 mín á hvorri hlið, eða þangað til þeir eru eldaðir eins og þér líkar best.
 5. Hitið brauðin inn í ofninum á meðan hamborgaranir á pönnunni.
 6. Smyrjið brauðin með majónesi, raðið salati og tómötunum á neðra brauðið, leggið hamborgarann á grænmetið og setjið um það bil 1 msk af Boston Gurka relish yfir, leggið svo efra hamborgarabrauðið yfir.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter