Hátíðarterta með Center súkkulaðibitum.

Hjördís fagurkeri og eigandi www.mommur.is, setti saman dásamlega uppskrift af hátíðartertu með Center súkkulaðibitum sem gaman er að bjóða um hátíðarnar.

Innhald:

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggjahvíturnar og sykrinum.
  2. Bætið edikinu við og þeytið.
  3. Bætið Cream of tartar og þeytið.
  4. Deiginu er síðan smurt á smjörpappír og bakað við 125 gráður í 1 klst. og 40 mín.
  5. Bræðið 20 stk af Center súkkulaðimolum ásamt 70gr. af súkkulaði í vatnsbaði. Bætið við 2 msk. af smjöri saman við súkkulaðið og hrærið.
  6. Setjið síðan eggjarauður og flórsykur saman í skál og þeytið mjög vel saman. Blandið síðan súkkulaðinu saman við og hrærið.
  7. Stíf þeytið rjóma og skerið niður 20 stk af Center súkkulaðimölum í smáa bita og blandað út í stífþeyttan rjómann.
  8. Þegar marengsbotnninn er klár, er hann settur á disk og helmingurinn heitri súkkulaðiblöndunni dreift yfir botninn .
  9. Rjómablandan með Center súkkulaðimolunum er svo dreift yfir súkkulaðið. 
  10. Loks er hátíðartertan skreytt með restinni af súkkulaðinu og skreytt með ferskum, niðurskornum jarðarberjum.
Recent Posts