Heit karamellu- og súkkulaði íssósa

Uppskriftin var fengin af:

www.gotteri.is

Innihald:

  • Ein rúlla af Center súkkulaðimolum
  • 100 gr Toblerone
  • 6 msk rjómi
  • Nóakropp og ískex

 

Aðferð:

  1. Bræðið saman Center, Toblerone og rjóma þar til súkkulaðið leysist upp, kælið stutta stund.
  2. Setjið ís að eigin vali í skál, hellið ríkulega af sósu yfir ásamt því að bæta ískexi og Nóa kroppi við þessa dásamlegu blöndu.
  3. Algjör óþarfi að fara í ísbúðina þegar hægt er að gera svona lúxus heima hjá sér!

 

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter