Himneskar enskar skonsur

10-12 stk

6 dl hveiti
1 msk lyftiduft
1 msk vanillusykur
½ tsk salt
½ dl sykur
125 g smjör
1 ¼ dl mjólk

Aðferð:

Blandið hveiti, lyftidufti, vanillusykri, salti og sykri saman í skál. Myljið smjörið út í hveitiblönduna. Bætið mjólkinni út í og hnoðið í deig. Fletjið deigið út, ca. 3 cm þykkt. Skerið út kringlóttar kökur með glasi. Setjið á bökunarplötu og penslið með mjólk. Bakið í 10-12 mínútur við 220°C eða þar til þær verða fallega brúnar. Borðið skonsurnar ylvolgar með ykkar uppáhalds sultu eða marmelaði frá Den Gamle Fabrik.  

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter