Himneskar enskar skonsur
10-12 stk
6 dl hveiti
1 msk lyftiduft
1 msk vanillusykur
½ tsk salt
½ dl sykur
125 g smjör
1 ¼ dl mjólk
Aðferð:
Blandið hveiti, lyftidufti, vanillusykri, salti og sykri saman í skál. Myljið smjörið út í hveitiblönduna. Bætið mjólkinni út í og hnoðið í deig. Fletjið deigið út, ca. 3 cm þykkt. Skerið út kringlóttar kökur með glasi. Setjið á bökunarplötu og penslið með mjólk. Bakið í 10-12 mínútur við 220°C eða þar til þær verða fallega brúnar. Borðið skonsurnar ylvolgar með ykkar uppáhalds sultu eða marmelaði frá Den Gamle Fabrik.
Verði ykkur að góðu!
Nýjustu uppskriftirnar