Hnetumarengs með berjum

6  eggjahvítur
250 g sykur
1 tsk edik
200 g saxaðar heslihnetur
2 msk hveiti
½ l rjómi
1 krukka hindberjasulta frá Den Gamle Fabrik
100 g suðusúkkulaði

 

Til að skreyta:

Fersk bláber
Saxað suðusúkkulaði.

 

Aðferð:

Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið svo helmingnum af sykrinum út í smátt og smátt á meðan þeytt er. Bætið að lokum afgangnum af sykrinum og edikinu í og þeytið þar til blandan er alveg stíf. Setjið heslihnetur og hveiti út í og blandið varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í þrennt og mótið ca. 20 cm botna á bökunarpappír. Bakið í ca. 45 mínútur við 125°C. Kælið botnana og fjarlægið varlega af bökunarpappírnum.

Þeytið rjómann og setjið um hálfa krukku af sultu ásamt söxuðu suðusúkkulaði út í og blandið varlega saman. Smyrjið botnana með afganginum af sultunni og leggið saman með berjarjómanum – munið að setja sultu og rjóma á efsta botninn líkla. Skreytið með bláberjum og söxuðu súkkulaði.

 

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter