Humarpítsa sem gleymist seint

Ef það er eitt­hvað sem get­ur ekki klikkað þá er það humarpítsa. Nei – ann­ars. Humarpítsa er eitt af þessu sem er mjög auðvelt að klúðra og því ber að vanda vel til verka. Góð humarpítsa er nefni­lega eitt það allra besta sem hægt er að fá sér og ef hún er al­menni­leg þá send­ir hún þig beina leið upp til himna.

Það er eng­in önn­ur en María Gomez á Paz.is sem á þessa upp­skrift sem er framúrsk­ar­andi. Leynitrixið hér er sósu­leysið en María slepp­ir henni al­veg.

„Í stað henn­ar nota ég hvít­lauk­sol­íu sem ég geri úr mörðum hvít­lauk, ólífu­olíu og þurrkaðri stein­selju. Klassi í gegn get ég sagt ykk­ur,“ 

–   María, www.paz.is / www.mbl.is/matur

Innihald:

 • Deig frá Huml­um að eig­in vali, ég hef prófað bæði gróft og fínt í humarpítsuna og hvort­tveggja var æði
 • 2 geira­laus­ir hvít­lauk­ar eða 6-8 hvít­lauksrif mar­inn
 • 1 dl ólífu­olía
 • 1 tsk. þurkkuð stein­selja
 • 1/​2 box svepp­ir eða um 125 g
 • 1-1,5 bolli rif­inn par­mes­an sem þið rífið sjálf, ekki kaupa þenn­an í boxun­um
 • 1 poki rif­inn pítsua­ost­ur eða rif­inn mozzar­ella ost­ur
 • 400-500 g hum­ar, ég keypti fros­inn í Bón­us sem var skelflett­ur
 • Ferskt or­egano (fæst í pakka eins og aðrar kryd­d­jurtir eða í potti) notið helst ferskt
 • salt
 • Roa­sted garlic pepp­er (má sleppa en ger­ir rosa gott, fæst í Bón­us)
 • Chili Exploti­on (má sleppa en fæst í Bón­us)
 1.  
 1.  

Aðferð:

 1. Byrjið á að kveikja á ofn­in­um á 200 C° blást­ur
 2. Gerið deigið klárt, mér finnst best að taka það úr pakk­an­um og hvolfa á bök­un­ar­plötu með nýj­um bök­un­ar­papp­ír á og taka gamla papp­ann sem fylgdi pakk­an­um ofan af og henda
 3. Leyfið deig­inu að standa á plöt­unni und­ir hreinu stykki meðan allt hitt er gert klárt
 4. Setjið svo ólífu­olíu, mar­inn hvít­lauk­inn og stein­selju í skál og leggið til hliðar
 5. Ef þið eruð ekki búin að afþýða humar­inn er allt í lagi að setja hann í sigti og láta sjóðandi heitt vatn renna á hann þar til hann er rétt afþýdd­ur, en best er að vera búin að leyfa hon­um að þiðna í kæli yfir nótt
 6. Takið svo humar­inn og setjið hann ofan á eld­hús­bréf og þerrið af hon­um með meira eld­hús­bréfi þar til mesti rak­inn er far­inn úr hon­um því ann­ars verður píts­an renn­andi blaut
 7. Rífið niður par­mes­an ost­inn og skerið svepp­ina í sneiðar
 8. Stingið nú nokk­ur göt í botn­inn og for­bakið í 5 mín­út­ur
 9. Penslið svo pítsu­botn­inn, vel yfir hann all­an með hvít­lauk­sol­í­unni og leyfið smá mörðum hvít­laukn­um að fylgja með, en þó ekki of miklu
 10. Dreifið næst rifna pítsu­ost­in­um yfir og setjið svo svepp­ina þar ofan á
 11. Raðið humr­in­um yfir svepp­ina og penslið létt yfir aft­ur með hvít­lauk­sol­í­unni og kryddið með Roa­sted garlic pepp­er og ör­litlu af salti
 12. Stráið svo að lok­um rifna par­mes­an ost­in­um yfir allt og toppið með fersku or­egano og Chili Exploti­on
 13. Bakið við 235°C á blæstri í 8-10 mín. eða þar til píts­an er orðin fal­lega gyllt
 14.  
 1.  
Við mælum líka með

Settu inn leitarorð og ýttu á enter