Karamellubitar með Hockey Pulver
Uppskriftin var fengin af:
www.lindaben.is
Hockey Pulver Karamellur
Innihald:
- 200 g sykur
- 100 g smjör
- 60 ml rjómi
- 2 dollur Hockey Pulver
Aðferð:
- Sykurinn er bræddur í stórum potti við lágan hita.
- Smjörið er skorið í 6 bita og einn biti settur út í sykurinn í einu og hrært vel á milli, lækkið hitann.
- Rjómanum er hellt út á sykurblönduna í litlum skömmtum og hrært vel á milli. Látið karamelluna sjóða í um 1 mín.
- Slökkvið undir pottinum og setjið smjörpappír í lítið eldfast mót (15×25 cm eða álíka).
- Hellið ½ dós af hockey pulver út í karamelluna og blandið saman. Hellið karamellunni í eldfasta mótið og hellið restinni af hockey pulverinu yfir karamelluna.
- Leyfið karamellunni að stirna, gott að setja hana inn í ísskáp til að flýta ferlinu. Takið karamelluna úr smjörpappírnum og setjið á skurðarbretti.
- Skerið endana af karamellunni sem láu upp við eldfasta mótið. Skerið svo karamelluna fyrst í lengju og svo í kassa, persónulega finnst mér best að hafa hvern bita frekar lítinn en það er smekksatriði.
- Setjið Hockey pulver í skál og veltið bitunum upp úr duftinu þannig að hver biti þekist vel (þægilegra að setja bara nokkra bita ofan í skálina í einu).
Nýjustu uppskriftirnar