Leksands hrökkbrauð með gourmet áleggi
Margir tengja hrökkbrauð við megrun eða borða það þegar þeir eru í átaki. Ég hins vegar elska að borða hrökkbrauð í stað annars brauðmetis.
Hér ætla ég að sýna ykkur hvernig má gera það extra Gourmet á einfaldan hátt.
– María, www.paz.is
Hrökkrauðið finnst mér best ef það er stökkt, loftkennt og létt undir tönn, en hrökkbrauðið frá Leksands er einmitt þannig.
Hrökkbrauðið inniheldur einungis 100% heilkorna-rúgmjöl, lyftiefni, vatn og salt og engin rotvarnar eða aukaefni.
Það sem mér finnst líka svo skemmtilegt er að það er þríhyrningslaga og því hentugt í að gera skyndipizzu. Hrökkbrauðið má hita og mýkist við það upp í ofninum.
Til eru 4 tegundir af hrökkbrauðinu en uppáhaldstegundin mín er sú í svarta pakkanum, en það er gert úr súrdeig.
Hér ætla ég að sýna ykkur 10 hugmyndir af því hvernig hægt er að toppa hrökkbrauðið á afar einfaldan hátt og ég lofa að þetta er hvert öðru betra.
10 hugmyndir af áleggi sem þið eigið ekki eftir að standast
Ég ætla að byrja á að gefa ykkur uppskrift að geggjuðu túnfiskssalati sem á engann sinn líkan.
Salatið er létt og ferskt og inniheldur bara hollustu sem fer afar vel með kexinu.
Túnfiskssalat
Innihald:
- 1 dós túnfiskur
- 1 lítil dós kotasæla
- 1 lítil dós sýrður með graslauksbragði
- 1-2 avókado
- 2 smátt skornir skalottlaukar
- 1/2 rauð papríka smátt skorin
- 1/2-1 dl grænar ólífur skornar í tvennt
- 6 döðlur smátt skornar
- Krydda með Aromat og svörtum pipar
Aðferð:
- Blandið saman túnfisk, kotasælu og sýrðum
- Skerið avókado í bita og svo papriku, lauk, og döðlur í smátt
- Ólífur skornar í tvennt og öllu bætt út í salatið og kryddað
- Hrærið vel saman og berið fram

Mynd 2: Leksands hrökkbrauð, rjómaostur, spínat, reyktur lax eða silungur, sætt sinnep, hunang og ristuð seseamfræ. Raðið á kexið í upptalinni röð og toppið með sinnepinu, hunanginu og sesamfræjunum.
Mynd 3: Leksands hrökkbrauð og dásamlega túnfiskssalatið sem uppskriftin er af hér að ofan.

Mynd 2: Leksands hrökkbrauð, hvítlauksrjómaostur (uppskrift af heimagerðum hér, annars bara keyptur), klettasalat, hráskinka, ferskar fíkjur. Raðið í upptalinni röð og dreitlið smá hunangi yfir.
Mynd 3: Leksands hrökkbrauð, stappað avókado, ólífuolía og salt, linsoðið egg og parmesan ostur. Setjið á kexið í upptalinni röð og toppið með parmesan ostinum.

Mynd 2: Leksands hrökkbrauð, kotasæla, grilluð paprika (keypt eða heimagerð uppskrift hér), ristaðar muldnar möndlur. Setjið á kexið í upptalinni röð og toppið með ristuðum möndlum sem búið er að mylja.
Mynd 3: Hnetusmjör helst lífrænt ræktað gróft, eplasneiðar og kanill. Setjið á í upptalinni röð og toppið með hreinum kanil.

Mexíkópizza
Þessi hugmynd er fáranlega auðveld en svo góð og holl líka. Hér þarf bara Leksands hrökkbrauð, kotasælu, góða salsasósu, ost og papríkuduft.
Setjið á kexið í upptalinni röð og hitið bara undir grillinu í ofninum þar til osturinn er bráðinn. Getur ekki klikkað!
Ekki nóg með að þetta var ofboðslega gott heldur einnig svo fallegt að ég myndi fyrir allan peninginn útbúa svona bakka fyrir brunch, lunch eða vinkonuhitting.
Eruð þið að sjá hvað þetta er fallegt ? Tek það fram að þetta er allt líka afar auðvelt að gera og því ekki mikið fyrir þessu haft eins og mér er að skapi.