Ljúffengar vegan pylsur með paprikumauki og lauk

Innihald:

 • Anamma veganpylsur
 • 1 laukur
 • 400 gr. rauð paprika
 • 200 gr. blómkál
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 3 msk eplamauk
 • 2 msk sinnepsfræ í bleyti (má sleppa)
 • Sinnep og chilisósa
 • Ferskt dill

 

Aðferð:

 1. Byrja á að búa til paprikumauk. Skerið blómkálið í litla bita, látið í pott og sjóðið í smá söltu vatni. Skerið niður paprikuna og hitið í ofni við 200°C þar til hún er orðin svört og mjúk. Skolið í köldu vatni til að ná paprikuhýðinu af. Maukið saman papriku, blómkáli, ediki, eplamauki og sinnepsfræjum. Bragðbætið með salti og pipar.
 2. Hakkið laukinn og dillið.
 3. Steikið Anamma pylsurnar í olíu, á meðalhita í 12 mínútur.
 4. Berið fram í góðu pylsubrauði ásamt paprikumaukinu, lauknum og dillinu. Bragðbætið með sinnepi og chillisósu.
Við mælum líka með

Settu inn leitarorð og ýttu á enter