Lúxus hrökkbrauðspizza
Leksands hrökkbrauðspizza
Innihald:
- Rjómaostur
- Pítsasósa
- Leksands-hrökkbrauðshringur
- Álegg
Aðferð:
- Blandið saman rjómaosti og pizzasósu og smyrjið á hrökkbrauð. Rjómaosturinn hjálpar til við að mýkja botninn.
- Setjið vel af rifnum osti yfir.
- Helga gerði tvær týpur, en í rauninni er allt gott á þessar pizzur og það má í raun bara henda á hana því sem er til í ísskápnum hverju sinni!
Önnur týpan var:
- rifinn piparostur
- steikt beikonkurl
- salami
- pepperoni
- konfekttómatar
- laukur
- sveppir
Hin týpan var:
- rifinn piparostur
- mozzarella
- svartar ólífur
- tómatar
- laukur
- sveppir
- hráskinka
eftir að búið var að baka pizzuna setti hún meiri hráskinku, ruccola og parmesan-ost.

Recent Posts