Mini pavlour með lakkrískeim

Uppskriftin var fengin af:

www.gotteri.is

Pavlour

Innihald:

 • 6 eggjahvítur
 • 4 dl sykur
 • ½ msk sítrónusafi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 msk Hockey Pulver

 

Aðferð:

 1. Þeytið eggjahvítur stutta stund og bætið sykrinum saman við smátt og smátt.
 2. Þegar topparnir halda sér og blandan orðin stífþeytt er sítrónusafa og Hockey Pulver blandað varlega saman við.
 3. Blandan er sett í stóran sprautupoka og notaður er stútur 1M frá Wilton (eða annar sambærilegur) til þess að sprauta Pavlournar á bökunarpappír á bökunarplötu. Fyrst er botninn þakinn og því næst tekinn annar hringur ofan á (í raun tvær hæðir).
 4. Síðan má búa til smá „holu“ í miðjuna til að nóg pláss sé fyrir rjómann.
 5. Stráið smá Hockey Pulver yfir hverja köku áður en hún fer í ofninn (magn er smekksatriði).
 6. Bakið við 110°C í 1 klst og 10 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið pavlounum að kólna með ofninum í að minnsta kosti klukkustund (þannig fellur marengsinn síður).

 

Rjómi og skraut

Innihald:

 • 400 ml rjómi
 • 2 msk sykur
 • Hindber til skrauts
 • Lakrits FIKA með kaffe (um ½ dós)

 

Aðferð:

 1. Þeytið rjómann með sykrinum þar til hann er stífþeyttur.
 2. Setjið í sprautupoka og sprautið ríkulega af rjóma á hverja köku.
 3. Skreytið með hindberjum og lakrits FIKA með kaffe og „drisslið“ síðan lakkríssósu yfir allt (sjá uppskrift hér að neðan).

 

Lakkríssósa

Innihald:

 • 1 poki Nóa lakkrískúlur (150 gr)
 • ¾ dl rjómi

 

Aðferð:

 1. Setjið kúlur og rjóma í pott og hitið á meðalháum hita þar til bráðið og hrærið vel í allan tímann.
 2. Leyfið að kólna stutta stund (við það þykkist sósan líka) og „drisslið“ síðan ríkulega af sósu  yfir hverja pavlou.

 

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Karamellubitar með Hockey Pulver