Ofnbakaður chili-lax með sesamfræum

Innihald:

  • 800 gr Lax
  • 1 msk Sesamolía
  • 2 msk ferskt engifer, saxað
  • 1-2 msk Felix chilisósa
  • 2 msk soyasósa
  • 1 msk teryakisósa
  • 3 msk sesamfræ

Eftir smekk:

Sítróna
Kóríander
Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefni í skál og blandið vel. Setjið laxinn í eldfast mót og hellið blöndunni yfir laxinn. Látið marinerast í 10-20 mínútur.
  2. Bakið laxinn í 10-15 mínútur við 200° hita, einnig hægt að setja á útigrillið í álbakka. Þegar laxinn er tilbúinn þá stráið þið salt, pipar og kóríander yfir eftir smekk. Kreistið smá sítrónu yfir og þið eruð komin með dýrindis lax!
  3. Berið fram með hrísgrjónum, kúrbít og/eða quinoa.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter