Ofnbakaður chili-lax með sesamfræum
Innihald:
- 800 gr Lax
- 1 msk Sesamolía
- 2 msk ferskt engifer, saxað
- 1-2 msk Felix chilisósa
- 2 msk soyasósa
- 1 msk teryakisósa
- 3 msk sesamfræ
Eftir smekk:
Sítróna
Kóríander
Salt og pipar
Aðferð:
- Setjið öll hráefni í skál og blandið vel. Setjið laxinn í eldfast mót og hellið blöndunni yfir laxinn. Látið marinerast í 10-20 mínútur.
- Bakið laxinn í 10-15 mínútur við 200° hita, einnig hægt að setja á útigrillið í álbakka. Þegar laxinn er tilbúinn þá stráið þið salt, pipar og kóríander yfir eftir smekk. Kreistið smá sítrónu yfir og þið eruð komin með dýrindis lax!
- Berið fram með hrísgrjónum, kúrbít og/eða quinoa.


Nýjustu uppskriftirnar