Ofur hrísgrjóna salatskál

Uppskriftin var fengin af:

www.lindaben.is

Það er búið að hlakka í mér lengi að fá að segja ykkur frá þessari snilldar hrísgrjónablöndu frá Paulúns. Það er svolítið langt síðan ég prófaði hana fyrst og hef ég stundum sýnt hana inn í story hjá mér á Instagram. Þetta er nefninlega algjör snilldar vara. Hrísgrjónablandan er samsett úr hrísgrjónum, allskonar ofurfæðu og kryddum. Sem dæmi má nefna að blandan inniheldur svart auga baunir, quinoa og sólblómafræ.

Ég ber hrísgrjónablönduna mikið fram sem meðlæti með öðrum mat, til dæmis fisk eða kjúkling. Það sem mér líkar aðallega við blönduna er hversu bragðgóð hún er, það þarf í raun ekki að hafa neitt meira fyrir meðlætinu en bara að sjóða blönduna. Ég nýti mér oft að eiga paulúns hrísgrjónablönduna upp í skáp þegar nennan til að elda mat er í lágmarki, sem er tilfinning sem ég held að allir kannist við. Þá smelli ég hrísgrjónablönduna í pott, fisk í marineringu inn í ofn og tilbúna sósu með, sem sagt, allt sér um sig sjálft.

Hrísgrjóna salatsskál er matarmeiri heldur en hefðbundið salat og því hentugt þegar maður er extra svangur eða þarf mikla orku.

Innihald:

 • 1 dl Paulúns hrísgrjónablanda
 • 1 lúka salat
 • 1 msk gular baunir
 • 1 msk svartar baunir
 • 5 kirsuberjatómatar
 • 1 msk fetaostur
 • ½ avocadó
 • ½ mangó
 • 1 lítill vorlaukur
 • salt og pipar
 • chillí krydd
 • ½ msk bragðgóð ólífu olía

 

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjónablönduna eins og segir til um á umbúðunum.
 2. Þegar hrísgrjónablandan er tilbúin bætið þá baununum, salati, fetaosti og smátt skornum vorlauki saman við. Skerið tómatana í helminga og bætið þeim út á. Skerið mangóið í sneiðar og avocadóið í tvennt og leggið ofan á skálina.
 3. Dreifið smá af ólífu olíu yfir, kryddið með salti, pipar og chillí kryddi.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Dásamleg hafra brownie