Pasta með mascaparone, ravioli með blómkáli og möndlum
2 pakkar Pastella ravioli með osti 250 g
400 g skorið blómkál
½ dl ólífuolía
1 bolli mascaparone (250 g)
3 bollar soðvatn af pasta
1 msk sítrónusafi
Salt og svartur pipar
50 g gróft hakkaðar möndlur
Kál
Söxuð steinselja
Aðferð
Kál er smakkað til með olíu og ediki
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og geymið soðvatnið. Svissið blómkál í ólífuolíu á djúpri pönnu þar til það er gullið á litinn eða í nokkrar mínútur. Bætið mascaparone og soðvatni út á pönnuna. Látið sósuna sjóða og smakkið til meðsalti og svörtum pipar. Setjið pastað út í sósuna. Setjið á disk og skreytið með möndlum og steinselju. Berið fram með káli.
Recent Posts