Pastasalat með appelsínu-karrýdressingu

250 g ferskt pasta að eigin vali frá Pastella
12 kirsuberjatómatar í bátum
1 lítið búnt ferskur aspas
2 dl ferskar kryddjurtir að eigin vali
1-2 dl rifinn parmesan

 

Dressing:

120 g appelsínumarmelaði frá Den Gamle Fabrik
4 msk mæjónes
2 tsk karrý
2 tsk sinnep
1 dl tómatsafi
1 msk rifin engiferrót

 

Aðferð:

Blandið öllum innihaldsefnunum í dressinguna saman og smakkið til. Eldið aspasinn. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkanum. Setjið vatn og smá salt í pott, setjið aspasinn út í sjóðandi vatnið og sjóðið í 4-5 mínútur. Blandið að lokum pasta, aspas, tómötum og kryddjurtum saman og berið fram með dressingu og parmesan.

 

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter