Pastasósa

INNIHALD:

 

 • 1 msk olía
 • 1 stór laukur (smátt skorinn)
 • 1 dós niðursoðnir tómatar, hakkaðir
 • 1 matskeið þurrkað oregano
 • Nokkur lauf fersk basilika
 • 100g Bertolli
 • 100g gulrætur, flysjaðar og smátt skornar
 • Salt og svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Léttsteikið gulrætur og lauk í olíu. Bætið því næst Bertolli saman við og leyfið að brúnast örlítið.
 2. Bætið oregano og tómötum í pottinn og látið krauma við vægan hita í 5-7 mínútur.
 3. Saltið og piprið eftir smekk.
 4. Saxið basilíkuna smátt og bætið við alveg í lokin svo hún tapi hvorki lit né bragði.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter

Butter Chicken uppskriftSmjörsteiktir sveppir