Pulled Pork Pizza – Leksands

Pulled pork pizza með pikkluðum lauk og guacamole

1 stk. Leksands hrökkbrauðshringur
1 dl pizzasósa
75 gr rifið svínakjöt „pulled pork“
1 lítill laukur
Klípa af smjöri eða olíu til að steikja upp úr
1 tómatur
60 gr ferskur mozzarella
1 dl rifinn ostur
½ rauðlaukur
Safi úr einu lime
1 avókadó
Steinhreinsað chili eftir smekk
Kóríander, salt og pipar

Hitið ofninn í 225°C. Byrjið á að pikkla rauðlauk með því að sneiða rauðlaukinn ofurþunnt og setja í skál. Kreistið lime safann yfir rauðlaukinn og hrærið vel saman. Látið standa þar til pizzan er tilbúin. Skerið lauk smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri eða olíu þar til laukurinn hefur mýkst aðeins. Smyrjið pizzasósunni á hrökkbrauðið og dreifið lauknum yfir. Sneiðið tómatana og setjið þá á pizzuna. Tætið svínakjötið niður með göfflum og dreifið á pizzuna. Kryddið með smá salti og svörtum pipar. Sneiðið ferska mozzarella ostinn niður og setjið á pizzuna ásamt rifna ostinum. Bakið í miðjum ofni í um það bil 10 mínútur. Flysjið og steinhreinsið avókadóið. Stappið það með gaffli og blandið fínt hökkuðum chili, slatta af salti og lime safa. Setjið guacamole, pikklaða laukinn og kóríander yfir pizzuna og berið strax fram.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter