Ravíólí carbonara

2 pakkar ravíólí með osti

250 g beikonkurl / smátt skorið beikon

2 egg

¼ l rjómi

Parmesan

Steinselja

Salt

Grófmalaður pipar

Steikið beikon í smá olíu þar til það fær lit. Hellið rjóma út á pönnuna, bætið smá ferskum rifnum parmesan saman við og látið sósuna sjóða vel. Sjóðið pasta á meðan og bætið svo soðnu pastanu saman við sósuna á pönnunni. Bætið eggjunum við og hrærið yfir háum hita. Berið réttinn fram með rifnum parmesan og pipar ásamt smátt skorinni steinselju.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter