Ravioli með lambaculotte steik, marineruðum grænum baunum og furuhnetum

2 pakkar Pastella ravioli með osti 250 g

2 stk lambaculotte, 700 g

1 msk þurrkað rósmarín

400 g grænar baunir

4 msk ólífuolía

2 msk dökkt balsamikedik

1 pressaður hvítlauksgeiri

1 msk rifinn sítrónubörkur

1 msk kreistur sítrónusafi

Salt og pipar

1 dl ristaðar furuhnetur

4 msk rifinn parmesan

Kryddið lambaculotte með salti, pipar og rósmarín og brúnið svo í olíu á vel heitri pönnu. Eldið í ofni í u.þ.b. 20-25 mínútur við 180°C þar til kjötið er tilbúið. Lad kødet hvile tildækket og lunt. Sjóðið baunirnar í léttsöltuðu vatni þar til þær eru orðnar meyrar. Setjið þær til hliðar og haldið þeim heitum. Pískið saman ólífuolíu, balsamik, hvítlauk, sítrónubörk og sítrónusafa. Hrærið baunir og furuhnetur saman við dressinguna, kryddið svo með salti og nýmöluðum pipar. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og blandið svo baunadressingunni við. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið á disk með pasta og baunum. Skreytið með parmesan og berið fram.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter