Ravioli með reyktum laxi, sítrónu og osti í rjómasósu

1 pakki Pastella ravioli með osti 250 g

1 sítróna

½ dl hvítvín

250 g sykurbaunir

1 dl rjómi

1 msk sýrður rjómi 38%

Múskat

4 sneiðar reyktur lax

Ferskt estragon, ef viljið

Skerið sítrónuna í tvennt og ristið þær á skurðarhliðinni á heitri pönnu. Takið sítrónurnar af pönnunni. Setjið hvítvín á pönnuna og látið það hálfsjóða. Bætið þá sykurbaunum, rjóma og sýrðum rjóma út í. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti, pipar og múskati. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka. Skerið laxinn í strimla og setjið á disk ásamt pasta, sykurbaunum og sítrónu. Skreytið með estragonlaufum ef vilji er til.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter