Rut & Gustaf Pizza – Leksands

Rut & Gustaf pizza

1 stk. Leksands hrökkbrauðshringur
Tómatpúrra
Hvítlaukur
Vatn
Pepperoni
Bragðmikill ostur
Kokteil tómatar
Ferskt oregano
Smjör

Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið hrökkbrauðið með smjöri og setjið inn í ofn í smá stund eða rétt til að bræða smjörið. Blandaðu tómatpúrru, pressuðum hvítlauk og vatni saman í skál og smyrjið á hrökkbrauðið. Dreifið pepperoni, kokteil tómötum, osti og fersku oregano yfir pizzuna og bakið hana í ofni í um það bil 10 mínútur. Takið pizzuna úr ofninum og skreytið með fersku oregano. Brjótið pizzuna í tvennt og leggið saman.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter