Sagði einhver pasta!
Gott pasta þarf ekki að vera flókið en hér er Tinna Alavis búin að setja saman ótrúlega girnilega uppskrift af Pastella pastarétti.
Stökka beikonið, smjörsteiktu sveppirnir og hvítlaukurinn gerir þetta kjúklingapasta bara svo delicious!
Sjá meira á www.alavis.is
INNIHALD:
- 1 bakki kjúklingalundir
- 1 bréf beikon
- 500g ferskt pasta ravioli m/osti og spínati frá Pastella
- 1 bakki sveppir
- 2 laukar
- 4 kramin hvítlauksrif
- 2 lúkur spínat
- ½ Óðals Tindur frá MS
- 500 ml rjómi (frá Gott í matinn)
- ½ Parmesanostur
- Íslenskt smjör til steikingar
Aðferð:
- Byrjið á því að steikja beikonið þar til það verður fallega brúnt á litinn. Sigtið þá beikonið frá og setjið í skál til hliðar.
- Steikið kjúklingalundirnar upp úr 50 g af íslensku smjöri þar til eldaðar í gegn. Látið þær kólna og skerið svo í litla bita.
- Þá er komið að því að steikja sveppina upp úr 50 g af íslensku smjöri, síðan laukinn og að lokum hvítlaukinn.
- Blandið öllu hér að ofan vel saman.
- Saxið spínatið mjög smátt og hellið út á pönnuna.
- Takið fram pott og sjóðið pastað í 3 mínútur. Hellið öllu vatninu af.
- Bræðið Tind og parmesanostinn í rjómanum í öðrum potti.
- Setjið pastað út í sósuna og blandið öllu vel saman áður en þið berið réttinn fram.
Nýjustu uppskriftirnar