Sjónvarpskaka með jarðarberjatvisti

Deig:

250 g sykur
3 egg
50 g smjör
2 dl mjólk
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 msk vanillusykur

Kókostoppur:

125 g smjör
200 g púðursykur
½ dl mjólk
100 g kókosmjöl
2/3 krukka jarðarberjasulta frá Den Gamle Fabrik

Aðferð:

Hrærið egg og sykur létt og ljóst í skál. Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni út í. Hellið svo volgri blöndunni út í skálina ásamt hveiti, lyftidufti og vanillusykri. Hrærið vel saman og setjið í smurt form. Bakið kökuna í 20 mínútur við 180°C og takið þá út og hækkið hitann í 210°C.
Bræðið smjör í potti. Bætið púðursykri og mjólk út í og látið suðuna koma upp. Setjið þá kókosmjölið út í og hrærið saman.
Smyrjið kökuna með sultu og dreifið kókosblöndunni jafnt yfir. Setjið kökuna aftur inn í ofninn og bakið í 8-10 mínútur í viðbót. Látið kökuna kólna í forminu áður en hún er tekin úr.

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter