Smákökulengjur með bláberjasultu

60 lengjur

 

Deig:

250 g mjúkt smjör
1,5 dl sykur
2 egg
6 dl hveiti
0,5 tsk hjartarsalt
230 g bláberjasulta frá Den Gamle Fabrik

 

Glassúr:

Flórsykur
Vatn
Sítrónusafi

 

Aðferð:

Blandið saman sykri og smjöri. Hrærið eggin saman við. Blandið saman hveiti og hjartarsalti í annarri skál, og setjið saman við deigið. Hrærið deigið vel saman og skiptið því í fjóra hluta. Mótið aflanga rúllu úr hverjum hluta. Búið til dæld langsum með því að draga einn fingur eftir endilangri rúllunni. Dældin þarf að vera nokkuð djúp svo að sultan leki ekki. Hellið svo bláberjasultu í dældina. Bakið við 180°C í ca 15 mínútur.

Blandið flórsykri, vatni og sítrónusafa í glassúr, og hellið glassúrnum yfir sulturöndina á meðan kökurúllan er ennþá heit. Skerið svo bakaða rúlluna í lengjur á meðan hún er ennþá volg, áður en hún nær að harðna.

Verði ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter